Vindhóll
Við heitum Anna Bára Ólafsdóttir og Guðmundur Þór Gunnarsson, erum sambýlisfólk og fólkið á bak við Vindhól. Hestamennskan hefur lengi átt hug okkar allann og höfum við því kosið að búa í Mosfellsbænum í nálægð við náttúruna.
Hestamennsku okkar stundum við frá Vindhóli i Mosfellsdal, en þar höfum við verið að koma okkur fyrir ásamt því að útbúa glæsilega aðstöðu þar sem við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu fyrir hestamenn á öllum aldri.
Meðal þess sem við bjóðum upp á er:
- Tökum að okkur folöld, tryppi og ungfola.
- Aðhlynning fyrir hross sem þurfa sérstaka meðhöndlun.
- Reiðskóla fyrir börn á aldrinum 6 – 14 ára.
- Vetrarfóðrun.
- Haustfóðrun fyrir stóðhesta.
- Þjálfun og tamning (James Boas).
Hafðu samband til að fá upplýsingar um verð í síma 861 4186 eða á vindholl@vindholl.is